Sólpallar.
Tréverk sem stendur stendur úti allan ársins hring þarfnast reglulegs viðhalds annars verða þeir fljótt ljótir. Ef alúð er lögð í viðhald lítur pallurinn ekki aðeins betur út heldur endist hann lengur.

Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum og gerum gamla pallinn eins og nýjan og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. Við bjóðum upp á reglulegt viðhald á vorin, þ.e. hreinsum pallinn og olíuberum hann þannig að hann verði ferskur og fallegur allt sumarið.