Parketlagnir

Gólfþjónusta Íslands tekur að sér að leggja hvers kyns parket: plast, fljótandi eða gegnheilt. Lagning og frágangur parkets er vandmeðfarin og krefst þekkingar og reynslu.

Parketgólf er hægt að leggja fljótandi, lima niður og leggja á grind. Algengast er að það sé lagt fljótandi, en niðurlímt, gegnheilt parket er þó alltaf að verða vinsælla. Samlímt parket er yfirleitt framleitt með lakki en gegnheilt parket kemur yfirleitt frá framleiðanda án lakks eða olíu þó undantekningar séu frá því.

Þegar lima á niður parket hvort sem það er gegnheilt eða samlímt skal athuga vel hvort gólfflöturinn sé tilbúinn eða þoli lögnina. Tilbúinn gólfflötur er hreinn, með réttu rakastigi og án lausrar málningar.

Hljóðeinangrun

Byggingarreglugerð segir að ekki megi berast nema ákveðið magn hljóðs á milli rýma í fjöleignahúsum. Mælikvarði á þetta er svokallað högghljóðstig sem mælt er í dB og má að hámarki vera 63 dB frá gólfum í fjöleignahúsum.Högghljóðeinangrun milli tveggja rýma ræður hve mikið berst á milli þeirra af gönguhljóði, hljóði frá hlutum sem dregnir eru eftir gólfi eða detta í gólfið o.s.frv.Í fjölbýli þarf því yfirleitt að lima niður hljóðeinangrandi korkdúk á gólfið áður en parketið er límt niður. Þá vilja margir setja hljóðeinangrandi dúk í sérbýli, til þess að minnka endurkast hljóðs inni á heimilinu.

Þegar parket er lagt fljótandi er því nauðsynlegt að hafa hljóðeinangrandi undirlag undir parketinu. Mikil þróun hefur verið í framleiðslu á þessu undirlagi, dúkurinn er alltaf að verða þynnri en um leið batnar hljóðeinangrunin.

Gólflistar

Gólflistalögn er vandasamt verk og krefst mikillar nákvæmni, þ.a.l. er nauðsynlegt að vera með góð verkfæri og sagir. Í dag er þó vinsælt að sleppa gólflistum og sprauta kítti í kverkina milli gólfs og veggjar. Þá er valið kítti í svipuðum lit og parketið og er mikilvægt að saga meðfram parketinu þannig að þráðbein lína myndist. Þetta er bara gert við niðurlímt parket.