Parket.
Parketgólf er hægt að leggja fljótandi, lima niður og leggja á grind. Algengast er að það sé lagt fljótandi, en niðurlímt, gegnheilt parket er þó alltaf að verða vinsælla. Samlímt parket er yfirleitt framleitt með lakki en gegnheilt parket kemur yfirleitt frá framleiðanda án lakks eða olíu. Í dag er þó vinsælt að sleppa gólflistum og sprauta kítti í kverkina milli gólfs og veggjar.
Þetta er bara gert við niðurlímt parket. Hægt er að lita parketgólf, lýsa eða dekkja með bæsi. Í boði eru allmargir litir og auk þess hvíti og svarti liturinn sem hafa verð mjög vinsælir að undanförnu.
Við slípun á parketi, hvort sem það er nýlagt eða gamalt, eru notaðar parketslípivélar. Notkun slíkra véla er vandasöm því röng notkun þeirra getur valdið skemmdum á gólfinu. Við hjá InnGó höfum áralanga reynsla af parketslípun og sjáum til þess að eiginleikar parketsins fái að njóta sín til fulls.
Hægt er að velja milli þriggja tegunda af parketlakki: Vatnsleysanlegt lakk, olíulakk og þynnislakk, þó olíulakk sé sjaldan notað á parketgólf. Lakkið er yfirleitt dregið á eða rúllað á gólfið. Bornar eru tvær til þrjár umferðir á nýslípað gólf en umferðafjöldinn fer eftir álagi á gólfið. Vatnsleysanlega lakkið er náttúruvænst og verður trúlega allsráðandi í framtíðinni, því að í þynnislakki eru eiturefni sem er þar af leiðandi heilsuspillandi.
Þetta er bara gert við niðurlímt parket. Hægt er að lita parketgólf, lýsa eða dekkja með bæsi. Í boði eru allmargir litir og auk þess hvíti og svarti liturinn sem hafa verð mjög vinsælir að undanförnu.
Parketslípun
Parket tapar útlitsgæðum sínum á 10-15 árum þó að varlega sé um það gengið. Oftast er hægt að gera gamalt parket eins og nýtt með því að slípa það upp og lakka.Við slípun á parketi, hvort sem það er nýlagt eða gamalt, eru notaðar parketslípivélar. Notkun slíkra véla er vandasöm því röng notkun þeirra getur valdið skemmdum á gólfinu. Við hjá InnGó höfum áralanga reynsla af parketslípun og sjáum til þess að eiginleikar parketsins fái að njóta sín til fulls.
Olíuburður
Olíuborið parket er mattara og mýkra en lakkað parket. Margir kjósa olíuborin gólf því þau eru hlýleg og viðhald þeirra einfalt. Olían er skafin, dregin á eða hellt á gólfið. Síðan er hún pússuð á gólfinu þannig að fallegur milliglans myndast. Yfirleitt eru bornar tvær til þrjár umferðir af olíu á nýslípuð gólf. Gott er að viðhalda gólfinu með olíuburði einu sinni á tveggja ára fresti ef um heimili er að ræða, en viðhaldið fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikill ágangur er á gólfinu.Parketlökkun
Þegar lakka skal parket er mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig skal bera sig að áður en hafist er handa. Mjög mikilvægt er að herbergið sé fullkomlega ryklaust svo ekki komi rykkorn í lakkið.Hægt er að velja milli þriggja tegunda af parketlakki: Vatnsleysanlegt lakk, olíulakk og þynnislakk, þó olíulakk sé sjaldan notað á parketgólf. Lakkið er yfirleitt dregið á eða rúllað á gólfið. Bornar eru tvær til þrjár umferðir á nýslípað gólf en umferðafjöldinn fer eftir álagi á gólfið. Vatnsleysanlega lakkið er náttúruvænst og verður trúlega allsráðandi í framtíðinni, því að í þynnislakki eru eiturefni sem er þar af leiðandi heilsuspillandi.