Bón og lakk.
Með reglulegu viðhaldi komum við í veg fyrir meiri og dýrari aðgerðir á gólfum - og að sjálfsögðu lítur gólfið alltaf vel út á meðan reglulegu viðhaldi er framfylgt. Reglulegt viðhald bónhúðarinnar auðveldar ræstingar á gólfunum til muna og hefur minnkað starfsmannaveltu í ræstingum á mörgum stöðum.

Parket tapar útlitsgæðum á 10-15 árum þó varlega sé um það gengið. Oftast er hægt að gera gamalt parket eins og nýtt með því að slípa það og lakka. Notkun slípivéla er vandasöm því röng notkun getur valdið skemmdum. Við hjá Inngó höfum áralanga reynsla af parketslípun og sjáum til þess að eiginleikar parketsins fái að njóta sín til fulls.